Blóðtappi og lyfið Kóvar

Spurning:

Má sjúklingur, sem hefur fengið blóðtappa og tekur inn Kóvar á hverjum degi, fara í nálastungur vegna verkja annars staðar í líkamanum?

Takk fyrir.

Svar:

Kóvar inniheldur warfarín en það er notað til segavarna. Lyfið hemur áhrif K-vítamíns í lifur og kemur þannig í veg fyrir eðlilega framleiðslu nokkurra storkuþátta í blóðinu. Þegar þetta lyf er tekið þá eykst blæðingarhætta af þessum sökum. Það þarf því að fara varlega í nálastungur og allir að vera meðvitaðir um blæðingarhættuna og bregðast skjótt við ef svo ber undir.

Jón Pétur Einarsson,
lyfjafræðingur