Bólga, eymsli í eistum

Gott kvöld,
Ég er tæplega 60 ára, hef verið með krónískar bólgur í blöðruháls kirtli í mörg ár. Því fylgja hvimleiðir verkir í eistum þannig að þau eru mjög viðkvæm fyrir snertingu, hnjaski. Ég hef verið hjá sérfræðingi í þvagfærum lengi, hans ráð eru að láta mér ekki verða kalt og drekka hæfilega af vatni. Auk þess tek ég lyfið Betmiga. Hafið þið einhver ráð til að draga úr bólgum í eistum ?
Kær kveðja.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Í raun og veru er þvagfærasérfræðingurinn þinn besti aðilinn til þess að svara þér með þetta vandamál.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur