Bolga í hné

Ég fór í hnjá skipti fyrir ári síðan á vistra hné og mér finnst ég enn vera bolgin á hnénu og það aftrar að ég geti verið í almennilegum buxum er þetta eðlilegt.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Bati eftir liðskiptaaðgerð getur verið ákaflega misjafn og einstaklingsbundinn. Ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við sjúkraþjálfarann þinn eða fá skoðun og mat hjá heimilislækninum með tilliti til þess hvort allt sé eins og við megi búast eða hvort ástæða sé til að skoða hnéð frekar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur