Bólga í jafnvægistaug,

Komið þið sæl. mig langar að spyrja ykkur hvað er að gerast í höfðinu á mér þegar greining er bólga er sagt að sé í jafnvægiis taug,’?

Sæll/l og takk fyrir fyrirspurnina

Talið er að um vírus sé að ræða og þá mögulega fleiri en eina vírusgerð.  Jafnvægistaugabólga er ekki smitandi og gera má ráð fyrir að allt að fimm til tuttugu af hverjum hundrað þúsund einstaklingum veikist á ári hverju. Bólga í jafnvægistaug hefur í för með sér að virkni jafnvægistaugarinnar verður léleg eða jafnvel engin. Í kjölfarið kemur langvarandi svimi sem er svæsinn fyrstu dagana og fylgir þá oft ógleði og jafnvel uppköst. Um tímabundið ástand er að ræða og misjafnt hve lengi fólk sé að jafna sig, það getur tekið einhverja mánuði.  Ekki er talið að um alvarleg veikindi sé að ræða, þó töluverð óþægindi hljótist af.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur