Bolginn baugfingur

Góða kvöldið mig langar að vita hvað ég get gert baugfingurinn minn er svo bolginn og þegar ég begi hann læsist hann ég get varla prjónað eða notað hendina hvað er til ráða væri gott að fá ráðleggingar sem fyrst þetta er á vinstri hendi

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Yfirleitt er eina ráðið hvíld og bólgueyðandi lyf. Ef liðurinn er í stöðugu álagi eins og til dæmis við prjónaskap nær hann ekki að jafna sig og bólgan versnar og í kjölfarið getur vandamálið versnað.

Reyndu að hvíla alveg frá prjónaskap og öðru álagi á hendina í eina viku og settu á liðinn bólgueyðandi krem, hitakrem eða eitthvað þess háttar. Ef þú ert ekkert betri skaltu leita til heilsugæslunnar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur