Bólginn ökkli rist og uppá kálfa

fór til læknis út af verk undir il var sagt að þetta væri hælspori fékk bólgueiðandi lyf verkurinn fór en fór að bólgna á ökla rist og kálfa fór aftur til læknis sagði mér að auka skammtinn en allveg sam ekkert gerist ég sagði honum að ég hefði fengið blóðtappa fyrir ári síðan en ekkert ransakað bara sendur heim

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ráðlegg þér að fara sem fyrst til læknis aftur og óska eftir því að fóturinn verði skoðaður almennilega. Bólgur, bjúgur og verkir í fótleggjum geta verið einkenni húðsýkingar, húðnetjubólgu (cellulitis) og jafn vel blóðtappa svo það er mikilvægt að láta útiloka slíkt.

Gangi þér vel

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur