Ég ætla að hætta á pillunni og fór á hana út af bólum. Nú er ég VISS um að ég fái bólur aftur og var að pæla hvernig ég gæti komið í veg fyrir það. Þetta er sennilega hormónatengt vandamál og var því að spá í hvort það sé hægt að fara í hormónapróf til að athuga hvort maður sé með of lítið/mikið af ákveðnum hormónum í líkamanum?
Hvaða önnur ráð eruð þið með til þess að koma í veg fyrir bólur eftir pilluna?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Það skiptir miklu máli að hugsa vel um sig, passa mataræðið og borða hollt, drekka vel af vökva og forðast mikinn sykur. Gott er einnig að þvo húðina bæði kvölds og morgna. Hafa skal í huga að streita getur komið fram í bólum svo mikilvægt er að sofa vel og hvílast. Ég myndi ráðleggja þér að hafa samband við húðsjúkdómalækni og ræða þessar vangaveltur við hann.
Gangi þér vel,
Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur