Bólur fremst á tungu

Góðan dag
Ég er með bólur á tungubroddinum. Byrjaði eins og sykurbóla, sem ég hef fengið áður, en svo allt í einu var þetta bara 10-15 litlar bólur og er eins og það sé smá upphleypt og bólgið. Er illt í þessu og tilfinningin smá eins og ég hafi brennt mig á tungunni. Ég er með boga eftir spangir og var að spá hvort þetta gæti verið áreiti eftir það, næsta sem kemst að hjá mér er krabbamein í tungunni.. hvað getur þetta verið ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Algengustu ástæður fyrir þessum einkennum eru munnangur á tungu af völdum bakteríu, veiru eða sveppasýkinga, járn- eða vítamínskortur. Fólk getur einnig fengið sár eða bólur á tungu endurtekið án þess að orsök liggi fyrir. Munnangur kemur oft eftir einhvers konar rask í munninum og gæti einmitt boginn verið að erta slímhúðina þannig að leið fyrir bakteríur, veirur eða sveppi verður greiðari, sem síðan getur veldur munnangri. Ef einkennin vara lengur en 10 daga gæti verið gott að panta tíma hjá þínum heimilislækni.

Læt fylgja slóð þar sem þú finnur svar við svipaðri fyrirspurn HÉR

 

Gangi þér vel,

Auður Hávarsdóttir, hjúkrunarfræðingur