Bólur í hársverði karla

Mig langar að vita hvað gæti orsakað bólur í hársverði karla
Maðurinn minn er á áttræðis aldri.
Hann klæjar mikið í þessar bólur ,klórar sig til blóðs.
Við erum búin að panta tíma hjá húðsjúkdómalækni
Hann fær ekki tíma fyrr en í sep.
Hvað er hægt að gera á meðan?
Takk fyrir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þið skulið endilega leita til heilsugæslulæknis með þetta vandamál í millitíðinni til þess að skoða og greina hvað getur verið að valda þessu. Það eru ýmis konar lyf til sem hægt er að prufa sig áfram með en þau verður læknir að skrifa uppá

Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða HAuksdóttir, hjúkrunarfræðingur