Bólusetning fyrir frjókornaofnæmi?

Spurning:

Komdu sæll.

Ég er ein af mörgum sem eiga við frjókornaofnæmi að stríða. Ég hef haft það síðan ég var lítil og hefur það alltaf verið mér til mikillar ama. Ég vildi spyrja hvort hægt væri að sprauta við ofnæmi til að koma í veg fyrir það? Ég hef verið að taka inn Histal en það virkar bara hreinlega ekki á mig lengur.

Ein þreytt á hnerrum, kvefi, augnkláða og svefnleysi!!!!!!!

Svar:

Þú ert væntanlega að spyrja að því hvort hægt sé að bólusetja fyrir frjókornaofnæmi. Ég hef ekki heyrt um slíkt en það er aldrei að vita hvað framtíðn ber í skauti sér. Ef Histal er hætt að nýtast þér þá getur þú alltaf reynt önnur ofnæmislyf.

Kveðja
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur