Spurning:
Góðan dag.
Mig langar til að forvitnast um hvort eitthvað sé satt í fullyrðingu sem ég heyrði um daginn, um að sprautan sem gefin er í 18 mánaða skoðun, hafi eitthvað verið tengd einhverfu? Ég heyrði að auknar líkur væru á einhverfu hjá þeim börnum sem fengju þessa sprautu í stað „gamla kerfisins“ sem var 3 sprautur (held ég).
Vonandi geturðu gefið mér einhver svör,
foreldri.
Svar:
Þetta er mjög góð en flókin spurning. Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi hafa nýverið breytt bólusetningum barna með það að markmiði að gera þær einfaldari og betri. Það er til dæmis bólusett gegn 5 sjúkdómum (Kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Hib sjúkdómi og mænusótt) með aðeins einni sprautu sem er gefin í þrjú skipti eða við 3, 5 og 12 mánaða aldur. Svo er örvunarskammtur fyrir kíghósta, barnaveiki og stífkrampa við 5 ára aldur. Sóttvarnarlæknir, sem ég ber traust til, segir þetta í lagi. Það magn kvikasilfurs sem er í bóluefnunum er það lítið að það eitt og sér veldur ekki skaða. Það er hinsvegar óæskileg viðbót við það sem fyrir er (úr ýmiss konar mengun). Það er vel þekkt staðreynd að þessi kvikasilfursefni valda skaða (heilkenni einhverfu) en styrkur þeirra er mjög lítill í bóluefnunum. Einnig hefur verið litið til þess að sjúkdómarnir sem þau fyrirbyggja eru alvarlegir svo ekki kemur til greina að hætta við bólusetningu einungis vegna kvikasilfursinnihalds bóluefnanna. Þá er tekin miklu meiri áhætta sem er fólgin í því að fá viðkomandi sjúkdóma, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild sé litið til lengri tíma.
Því minni/yngri sem börnin eru því viðkvæmari eru þau fyrir kvikasilfrinu en nú eru bólusetningarnar á Íslandi þannig að ekki er bólusett með bóluefnum sem innihalda kvikasilfur fyrr en við 18 mánaða aldur. Einnig má geta þess að nú er unnið að því á vegum heilbrigðisstofnana og lyfjafyrirtækja að hætta að setja þessi efni í bóluefni handa börnum. Má ætla að það geti gerst innan fárra ára. Þess má geta að þessi kvikasilfurssambönd eru sett í bóluefnin sem rotvarnarefni.
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur