Bólusetning vegna ferðalags til Ástralíu, Balí og Singapúr

Þarf bólusetningar vegna ferðalags til Ástralíu, Balí og Singapúr?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er alltaf ráðlegt að láta fara yfir bólusetningarnar sínar og uppfæra þær sem kunna að vera útrunnar, sérstaklega  þegara ferðast er til fjarlægari landa.

Á Íslandi erum við almennt vel bólusett sem börn en sumar þessarra bólusetninga þarf að uppfæra reglulega.

Eins er gott að láta bólusetja sig við lifrarbólgu, þegar því er lokið gefur sú bólusetning vörn til lífstíðar.

Þú finnur upplýsingar um þínar eigin bólusetningar á  þínum síðum á vefnum Heilsuvera.is og svo getur þú flett upp þeim löndum sem þú ert að fara til og séð hvaða bólusetningar þurfa að vera í lagi þegar ferðast er þangað á ýmsum síðum t.d. hér og hér

Þú getur pantað tíma og fengið frekari ráðgjöf og bólusetngingar sem uppá vantar

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur