Börn

Kæri Doktor ég er með eina spurningu ég á dóttur dóttur sem er 8 mánaða hún er mjög lítil og grönn ég er af gamla skólanum og finnst að börn sem eru þetta gömul eigi að vera farinn að borða mjölkurvörur en það er ekki hlustað á það og ég fæ það svar að það sé ekki mælt með því í dag. Mig vantar svar því ég trúi því ekki að mjólkurvörur fyrir óhollari í dag en þær voru fyrir 20 árum er ég ól upp mín börn ???
Kv amma

Sæl amma, takk fyrir fyrirspurnina og til hamingju með þetta skemmtilega hlutverk.

Það er jú margt sem breytist í áranna rás og það sem við héldum að við værum að gera vel fyrir 20 árum er oft úrelt í dag eins og öryggi barna í bíl en að sama skapi er annað sem heldur sér alltaf eins og að vilja börnunum sínum alltaf aðeins það besta.

Úrvalið af hollum matvælum er til dæmis allt annað í dag en það var fyrir 20 árum og valmöguleikarnir því allt aðrir.

Mjólkurvörur eru almennt hollar vegna þeirra próteina sem þær gefa auk kalks fyrir beinin. Börn yngri en eins árs hafa almennt nægan kalkforða en þurfa prótein. Það geta þau fengið úr annarri fæðu. Ýmis vandamál í meltingu og tengd ofnæmi hafa verið tengd við of mikla neyslu á kúamjólk á fyrsta ári og margir forðast hana þess vegna t.a. byrja með.

Þú skalt endilega kynna þér leiðbeiningarnar sem heilsugæslan gefur foreldrum í dag en þær getur þú fundið hér: Heilsuvera.is

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur