Börn og eyrnabólgur

Fyrirspurn:


Kæri Doktor!
Ég var að lesa grein Vilhjálms Ara Arasonar um sýkingar og eyrnaheilsu barna.  Munurinn eftir búsetu vakti athygli mína. Því spyr ég: Getur verið að öll þessi eyrnaveikindi barna stafi af því að það er farið með nýfædd börnin í Stórmarkaði og Kringlur þar sem hávaði og sýklar eru langt yfir eðlilegum mörkum fyrir óþroskuð ónæmiskerfi ungbarna?

Kveðja,
xxxx

Aldur:
51

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Þessi rannsókn sem Vilhjálmur er að greina frá sneri að meðferð eyrnabólgu en ekki orsakavöldum og munurinn snéri að meðferðinni við eyrnabólgunum en ekki hve oft börnin fá í eyrun eftir búsetu, því getum við ekki dregið ályktanir um orsakirnar.
Hins vegar er rétt hjá þér að almennt er talið ráðlegt að halda ungum börnum frá fjölmennum stöðum og stöðum þar sem líklegt er að þau geti smitast og eru til erlendar rannsóknir sem sýna fram á það. Þetta á ekki síður við á þessum tíma árs þegar mikið er um alls konar pestir og vírussýkingar þó það geti ekki skýrt öll tilvik eyrnabólgu.

Með bestu kveðju,
Guðrún Gyða Hauksdóttir
hjúkrunarfræðingur