Bráðkvaddur

Góðan dag
Mér finnst ég alltof oft vera að sjá að fólk verði bráðkvatt, hvað þyðir það og er hægt að láta rannsaka sig hvort maður sé í áhættuhóp?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Orðið bráðkvaddur þýðir að deyja skyndilega. Engin ein orsök liggur þar að baki, enginn ákveðinn sjúkdómur eða ástand. Þess vegna er ekki hægt að greina áhættuna sérstaklega öðruvísi en að lifa eins heilbrigðu lífi og hægt er, láta fylgjast með heilsufari og haga sér almennt skynsamlega og fara gætilega til þess að draga úr líkum á ótímabæru andláti. Eftir sem áður getur hraust fólk orðið bráðkvatt, þannig er jú lífið.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur