Spurning:
Halló.
Við erum með svolítið undarlegt vandamál. Þannig er það að eftir fæðingu 3ja barnsins fékk ég mér hormónalykkjuna en hún er að stríða okkur svolítið. Þráðurinn sem liggur niður úr henni var klipptur eins stutt og hægt var en hann fannst samt og olli manninum mínum miklum óþægindum…sár og rispur.
Þessi spotti var svo klipptur enn styttra og sagði kvensjúkdómalæknirinn að ekki væri hægt að klippa meira því þá yrði erfitt að ná lykkjunni burtu. Vandamálið er enn til staðar og er betri getnaðarvörn en lykkjan sjálf en kannski ekki sú sem maður hefði kosið. Er þetta óeðlilegt eða er kannski hægt að fá eitthvað til að koma í veg fyrir þetta?
Tvö í undarlegum vanda.
Svar:
Komiði sæl.
Þetta er einfalt að leysa. Þráðinn verður einfaldlega að klippa styttra. Það er samt hægt að ná lykkjunni.
Með óskum um áfallalausa framtíð,
Arnar Hauksson dr. med.