Brettaferð í byrjun meðgöngu?

Spurning:
Hæ, hæ.
Ég er með eina spurningu.Við eigum að eiga litla krílið okkar í byrjun júlí 2005 og vorum fyrir löngu búin að panta okkur brettaferð til Ítalíu um miðjan janúar. Er mér óhætt að vera á brettinu í þessu ásigkomulagi? Þetta er annað barnið mitt og á fyrri meðgöngu þjáðist ég af vægum bak- og grindarverkjum en núna bara rétt finn ég fyrir þessu og líður í alla staði mjög vel. Með von um svör sem fyrst. Kv,

Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er erfitt að ráðleggja þér í sambandi við þetta, ábyrgðin er hjá þér. Talað er um að maður eigi að halda sínu striki og gera það sem að maður er vanur þegar maður á von á barni. Ég held samt að ég myndi fara varlega á brettinu í þessu ásigkomulagi. Í þessari íþrótt eins og mörgum öðrum er töluverð hætta á að detta og maður veit aldrei hvað getur gerst. Þú verður að meta sjálf hversu góð þú ert og hvort þú treystir þér í þetta. Endilega farðu til Ítalíu en farðu varlega á brettinu.Vona að þér gangi vel á meðgöngunni.

kv. Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.