Góðan dag.
Geta breytingarskeiðseinkenni, eins og næturkuldi dúkkað upp meira en áratug eftir tíðahvörf?
Með kveðju takk,
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Skv. rannsóknum geta konur verið að fá einkenni löngu eftir tíðarhvörf, misjafnt samt hver einkennin eru og hversu lengi þau vara. Brenglun á gildum estrogens og progesterons hefur þau áhrif á líkamann að hita- og kuldastjórnun fer í rugl. Hér geta hormónatruflanir haft áhrif og væri gott fyrir þig að ræða þetta við þinn kvensjúkdómalækni eða heimilislækni og jafnvel fá blóðprufu til að kanna hormónastatus hjá þér.
Gangi þér/ykkur vel.
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.