Góðan dag ! Nú hef ég verulega breytt um matarræði í nokkrar vikur en viktin breytist ekki, þ.e. ég grennist ekki neitt. ( maðurinn minn er strax búinn að missa 4 kg. ) Getur verið að mig vanti eitthv. efni í líkamann sem veldur því að ég léttist ekki ? ( einhv. efnaskipti sem mig vantar ? ) Með von um svar. Takk fyrir kærlega. Vinar-kveðja
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Vissulega gengur það sama ekki yfir okkur öll, því annars væri þetta nú ansi auðvelt. Það sem þarf að vita er t.d. hvað er það sem þú kallar „breytt mataræði“
Séu þið að sneiða hjá sykri, sterkju og hveiti, drekkið mikið vatn, borðið vel af grænmeti og ávöxtum sem og úr öllum fæðflokkum og þú léttist ekkert, þá myndi ég hvetja þig til að fá nánari ráðleggingar hjá næringarfærðing eða einkaþjálfara.
Karlmenn eiga það til að ná skjótari árangri en konur þegar kemur að því að missa þyngd. Ég hvet þig eindregið til að halda áfram og gefast ekki upp, en jafnframt fá persónulegri ráðleggingar en þær sem ég get gefið þér.
Gangi þér vel,
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.