Breyttur litur á hægðum

Góðan daginn

Mig langaði að spyrja ég ss er búinn að vera með einhver hægðavandamál þar að segja hægðirnar hafa verið frá niðurgang, mjög litlar oft á dag og alltaf að breytast seinustu 1 og hálfan mánuð eða svo og núna eru þær mjög ljósar. Ég er aldrei með neina verki eða útblásin kvið og prumpa alveg líka og ekkert neitt annað sem svona bendir til að eitthvað sé að nema hægðirnar sjálfar var bara með niðurgang í svona 2 daga svo ekkert meira. Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að leita til læknis hef 1 áður hringt og talað við hjúkrunarfræðing og hún sagði þá að þetta ætti að vera í lagi, en núna eru hægðirnar svo ljósar hef aldrei séð það áður og er að bæla hvort þetta sé eitthvað með gallblöðruna eða hvort ég eigi að sjá til. Vantar svolítið upplýsingar um hvað sé best að gera. Er líka ekkert slöpp og hef æft alveg upp í 6 sinnum í viku og full orku fer í skólann og allt þannig.

Bestu kveðjur

Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta verið margar ástæður fyrir því að litur hægðanna breytist, þar getur fæðan haft áhrif, lyf og fleira.  Vandamál tengd gallblöðru eða gallvegum geta stuðlað að ljósum hægðum, þar sem gallið stuðlar að niðurbroti fitu úr fæðunni.  Oftast fylgja því þó verkir og niðurgangur.  Ég velti fyrir mér hvernig fæði þitt er og hvort þú hafir nýlega gert einhverjar breytingar á því.  Ef líðan þín er almennt góð og engir verkir í kvið þá er sennilega best að bíða og sjá til.  Ef þér líður ekki vel með þetta og ert óörugg þá ættir þú að hitta þinn heilsugæslulækni og fara yfir málin.

Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur