Þreytuverkir

Fyrirspurn:


Góðan dag
 Er búin að tala við nokkra lækna en fæ lítil svör.
Fæ oft mikla þreytuverki nánast stend varla undir sjálfri mér verð grátgjörn og lítil í mér svo fæ ég rauð og upphleyppt útbrot bak við eyru stundum báðumegin stundum bara öðru megin og þegar þau eru komin lagast þreytan og taugapirringur,útbrotin geta hinsvegar verið í rúma viku,fæ líka með þessu verki í kjálka á erfit með að hreyfa kjálkavöðva, teigndi þetta fyrst við álg í vinnu en hef líka fengið þetta þó svo ég hafi verið vel hvíld og streytulaus,er sjálfstæður atvinnurekandi og oft undir álagi en  eins og ég segi þá get ég ekki alltaf teingt þetta vinnuálagi,

Aldur:
48

Kyn:
Kvenmaður 

Svar: 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Af gefnu tilefni þá vil ég ítreka að Doktor.is er engan veginn ætlað að koma í stað faglegrar aðstoðar lækna eða annars fagfólks.
Þú segist vera búin að ræða við nokkra lækna en fátt um svör og er það mjög miður að heyra.
Það sem mér dettur einna helst í hug er að þú hlustir vel á líkamann, hugir vel að hvíld, reglulegri hreyfingu og hollu mataræði. Gleymdu ekki mikilvægi svefnsins. Þú segir þessi einkenni komi þó svo að þú sért streytulaus, en stress getur verið ótrúlega dulið og fer ekki svo auðveldlega á einum degi.
Varðandi grátköst, þá gæti hugsast að það sé eitthvað hormónatengt en þá geta þessar andlegu sveiflur látið á sér kræla.

Með bestu kveðjum og með von um betri tíma,

Kveðja,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is