Þriggja ára og borðar sand?

Spurning:
Sæll.
Ég á tæplega 3ja ára dóttur sem er fíkin í að borða sand. Hún er hlýðin og góð með aðra hluti en þetta virðist hún ekki ráða við. Hún sækir einnig í að sleikja sand neðan af skóm og jafnvel ryk hér og þar. Á leikskólanum var okkur bent á að þetta gæti stafað af einhvers konar vítamínskorti.
Er eitthvað til í því?
Hvernig er þá hægt að finna út úr því?
Bestu kveðjur.

Svar:
Komdu sæl.
Það er þekkt að þungaðar konur neyta á stundum efna sem gefa engin næringarefni. Þannig bryðja þær á stundum ísmola í óhófi og ,,gæða" sér á mold . Ástæðan er járnskortur. Hvort járnskortur sá ástæða ,,fíkn" dóttur þinnar í sand og ryk þori ég að sjálfsögðu ekki að fullyrða um. En ég mundi samt mæla með að járnbúskapurinn yrði athugaður.

Með kveðju,
Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur