Brisbólga

Sæl er að velta fyrir mér með brisbólgu sem orsakast af áfengisneyslu sjálfur fékk ég brisbólgu og var á sjúkrahúsi í 6 daga útaf að ég drakk áfengi mjög óhóflega daglega núna eru 2 mánuðir síðan að ég lá inni ég drakk síðast fyrir 1 viku og ekkert gerðist er og ég er kominn með gott lag á áfengisneysluni er mér óhætt að drekka stundum c.a 1-2 mánaða fresti er ekki nema 22 ára og heilsuhraustur fyrir utan þegar ég fékk þessa brisbólgu kveðja

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Brisbólga er mjög sársaukafull og getur verið lífshættuleg. Þeim sem hafa fengið áfengistengda brisbólgu er ráðlegt að hætta að drekka því drykkjan eykur líkurnar á því að þú fáir brisbólgu aftur. Læt fylgja með mjög góða grein um brisbólgu.

https://doktor.is/sjukdomur/brisbolga

 

Gangi þér vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur