Spurning:
Góðan daginn.
Við erum að velta fyrir okkur með þrívíddarsónar, vorum að skoða svoleiðis myndir á internetinu. Er einhver hér á landi sem býður upp á svoleiðis tækni?
Með fyrirfram þökk, S.
Svar:
Sæl S.
Það eru til slík tæki á Akureyri og á kvennadeild LSH að því er ég best veit. Rétt væri að hafa samband beint þangað til frekari upplýsinga. Þá var viðtal nýlega við ljósmóður sem í blaðaviðtali hefur gefið upp að hún sé að kaupa þrívíddartæki til þess að nýta í einhverskonar skemmtisónar fyrir verðandi foreldra. Ekki er vitað hvernig hægt sé að komast í samband við hana né um öryggi, kosti og ókosti þess að fara í slíka skoðun. Því er rétt að þið leitið upplýsinga sjálf um þetta. Það hefur ekki verið kynnt sem valkostur í meðgöngu né sem öryggistæki fyrir þungaðar konur. Bendi ykkur því á að leita svara beint hjá ykkar fagfólki.
Með góðri kveðju,
Jórunn Frímannsdóttir,
Ritstjóri – hjúkrunarfræðingur www.Doktor.is