Brjóskeyðing í hrygg, hvað er til ráða?

Spurning:

Sæl.

Ég er með brjóskeyðingu í hryggnum og hef verið að reyna að þjálfa mig og styrkja.

Ég er búin að prófa gönguferðir, Orbitrek stigtæki, jóga og er núna að synda 3-4 sinnum í viku í 20-30 mín. í senn. Sundið hefur reynst best en samt ekki nógu vel. Ég finn stanslaust til í baki og í vöðvum í fótum og handleggjum. Ég fæ mjög oft náladofa í handleggi og fingur og það truflar oft svefn. Hvað get ég gert?

Takk fyrir.

Svar:

Sæl.

Ég legg til að að þú gangir á íþróttaskóm með mjúkum botni til að minnka högg á brjósk.
Gerðu góðar teygjur við upphaf, en aðallega í lok göngu og sunds (hamstring og síðuvöðva) og styrktu kviðvöðva.
Taktu liðaktín, kalk og D VÍTAMÍN (HEFUR GÓÐ ÁHRIF Á VÖÐVA).
Hreyfðu þig hvorki of lítið né mikið í einu og hlustaðu á eigin líkama og líðan.
Kannski er nóg fyrir þig að ganga annan daginn en synda hinn.
Leggstu út af og hvíldu þig um miðjan dag.
Lega á bakinu á sléttu undirlagi hefur góð áhrif á brjósk í baki.

Með kveðju,
Halldóra Björnsdóttir, íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Beinverndar