Brjósklos?

Spurning:
Komið sæl.
Ég er búsett í Danmörku með manni sem greindist með brjóstklos. Hann var með stórt vinstra brjóstklos í L5/S1 sem var farið að þrýsta á allt sem það gat þrýst á. Hann var skorinn síðasta fimmtudag og þeir fjarlægðu um 4-4.5 cm stórt brjóstklos, skurðlæknirinn sagði að þetta var næst stærsta bjóstklos sem hann hafði skorið. Mínar vangaveltur eru hvað er mikið eftir af disknum/brjóskinu og ef eitthvað lítið er eftir hverjar eru þá afleiðingarnar?
Kær kveðja xxx Danmörk

Svar:
Góðan daginnÓmögulegt er fyrir okkur að segja til um það hversu mikið sé eftir af hryggjarliðþófanum eftir þessa aðgerð. Læknar reyna alltaf að skilja eins mikið eftir og hægt er en vitanlega er hryggjarliðþófinn töluvert skaddaður eftir slíka aðgerð.  Hryggarliðþófar eru með tvenns konar uppbyggingu, ytra byrði sem er trefjabrjósk og er tiltölulega sterkt. Innri hlutinn er hins vegar hlaupkenndur kjarni sem er vökvameiri og skreppur til innan trefjabrjósksins eftir því hvernig álagið er á hrygginn. Það sem gerist þegar talað erum brjósklos er að trefjabrjóskið rofnar vegna þrýstings frá kjarnanum, lekur út og þrýstir á taugarót eða mænu. Ef skurðaðgerð er framvæmd þá er tekinn sá hluti af kjarnanum sem lekið hefur út. Ef brjósklosið er stórt er náttúrulega ekki mikið eftir af kjarnanum. Það veldur minnkaðri hreyfigetu á þessu ákveðna liðbili vegna lækkunar á  hryggjarliðþófanum  Einnig breytist afstaða vöðva og liðbanda á svæðinu sem getur haft áhrif á hreyfi og stoðkerfið. Ekki er samt víst að finni neitt sérstaklega fyrir þessu en mikilvægt er að fá góða fræðslu eftir slíkar aðgerðir og tileinka sér þær leiðbeiningar sem gefnar eru.Með góðri kveðju frá ÍslandiAuður Ólafsdóttir sjúkraþjálfariSjúkraþjálfun Styrk