Brjóstagjöf: Má taka ginseng?

Spurning:

Halló!

Ég er með barn á brjósti og langaði til að spyrja hvort það væri í lagi að taka rautt eðalginseng.

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Sæl.

Þar sem ginseng er létt örvandi getur það haft örvandi áhrif á barnið. Eins er ekki alveg vitað hvaða önnur áhrif það hefur á taugakerfið svo að ekki er mælt með því að taka það á meðgöngu eða við brjóstagjöf.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir