Brjóstastækkun og MS-sjúkdómurinn?

Spurning:
Er óhætt fyrir konu með MS að fá sér silicon eða brjóstalyftingu og hvað kostar það?

Svar:
Komdu sæl.

Ég mæli ekki með að kona með MS fari í brjóstastækkun. Brjóstalyfting getur komið til greina, og ef áhugi er fyrir hendi mæli ég með að viðkomandi komi á stofu til viðtals.

Kær kveðja,

Ottó Guðjónsson, lýtalæknir