Góðan daginn, í sumar brotnaði uppúr tönn hjá mér og ég fékk sýkingu í hana og fór á sýkalyf. Ég hef verið að forðast það að fara til tannlæknis útaf því ég hef bara ekki efni á því útaf ég missti vinnuna mína. Núna er ég kominn með sýkingu aftur í tönnina og fór uppá slysó og þeir gáfu mér sýklalyf og sögðu mér að ég þyrfti að fara til tannlæknis, ég veit bara ekki hvað ég á að gera útaf því ég á bara ekki pening fyrir því.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Þetta er erfið staða og erfitt að ráðleggja þér í þeirri snúnu stöðu sem þú ert í.
Þú ert eflaust vel meðvituð/aður um að ef þú gerir ekkert verður vandinn stærri og dýrari og það er líka dýrt að fara á bráðamóttöku og fá lyf þar.
Hefur þú kannað með aðstoð hjá þínu stéttarfélagi? eða rætt við félagsþjónustuna í þínu bæjarfélagi?
Eins er mögulega hægt að semja við tannlæninn um einhverskonar greiðsludreifingu?
Vonandi finnur þú leið út úr þessu, gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur