Brúnar táneglur

Góðan daginn , Tærnar við hliðina á stórutá á báðum fótum eru brúnar undir nöglum . Þetta byrjað með því að ég var rosalega aum , næsta dag voru tærnar brúnar . Ég var ekki í nýjum skóm neglurnar voru ný klipptar og þær standa ekki framfyrir stórutá . Með fyrirfram þökk .

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér að fara til heimilislæknis með þessi einkenni til skoðunar og greiningu. Líklegast er naglasveppur að koma fram hjá þér sem þarf þá að meðhöndla með sveppakremi. Eins getur hafa blætt undir neglurnar í tengslum við naglaklippingu en það þarf að útiloka aðrar ástæður blæðinga ef svo er.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur