Er með að ég held með burning mouth syndrome hvað get ég gert
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Burning mouth syndrome(BMS) kallast það þegar að einstaklingur er með endurtekna og/eða viðvarandi bruna/sviða tilfinningu í munni og munnholi, án augljósra skýringa. Tilfinningin getur verið í hluta munns eða í öllu munnholinu í heild.
Hægt er að skipta Burning mouth syndrome upp í primary BMS og Secondary BMS, Primary BMS á við þegar að heilkennið er ekki orsakað af öðrum undirliggjandi þáttum eða sjúkdómum og er líklegt að það tengist þá skemmdum í taugaendum tengdum munni. Secondary BMS á þá við þegar að heilkennið er afleiðing annarra sjúkdóma.
Ráðlagt er að leita til síns heimilislæknis eða tannlæknis til greiningar og mögulegrar meðferðar ef grunur leikur um BMS.
Í millitíðinni eru hér nokkur ráð sem geta aðstoðað með einkenni :
- Að kæla munninn með klökum, köldum drykkjum eða frostpinnum
- Tyggja sykurlaust tyggjó
- Forðast hluti sem geta ert slímhúð í munni svo sem sterkan mat, tóbak, áfengi, sterk munnskol og matvæli sem innihalda hátt sýrustig (ávestir og safar t.d)
Kær kveðja
Erla Guðlaug, Hjúkrunarfræðingur