Brúnlitað sæði

Sæl verið þið.
Er eðlilegt að sæðið sé brúnlitað. Hef ekki séð óeðlilegan lit í þvagi eða nein særindi í lim.
Ég er 53 ára og vildi bara tékka á þessu.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Brúnleitt sæði, oftast kallað sæðisblæðing, er nokkuð algeng fyrir karlmenn yfir fimmtug, og í raun flesta aldurshópa, og er yfirleitt hættulaus.  Oftast er ástæðan áverkar eða sár í slímhúð þvagrásarinnar, en einnig getur ástæðan verið vegna sýkingar eða bólgu í blöðruhálskirtlinum, sáðblöðrum, eistum eða þvagrás. Yfirleitt gengur þetta ástand yfir á sjálfu sér, myndi þó ráðleggja þér að leita til læknis á þína heilsugæslu svo hægt sé að mæla þvagprufu og taka almenna skoðun til þess að útiloka sýkingu og fleira.

Gangi þér vel,

Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.