Búið að taka úr mér gallblöðruna

Finn hvergi hvernig mat ég á að forðast. Ef ég borða eða drekk eitthvað súrt, fæ ég rosalega verki sérstaklega á næturna, í gær borðaði ég mjög sterkan mat og varð mjög veik í nótt.
Er mjög ráðalaus um hvað ég má borða eða drekka
Með fyrirfram þökk um góð svör

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það hefur verið talað um að þegar það hefur þurft að fjarlægja gallblöðru hjá einstaklingum eigi þeir að forðast fituríka fæðu vegna þess að það er hlutverk gallsins að brjóta fituna niður. Það er góð grein hér inná sem fjallar um hlutverk gallblöðrunnar og hún gæti hjálpað þér að vita hvað þú eigir að forðast.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur