Þunglyndi?

Spurning:
Hvar kemst maður í viðtal eða eithvað í þá áttina til að fá að vita hvort maður sé þunglyndur og þurfa foreldrar manns að vita af því

Svar:
Hægt er að byrja á heimilislækni til að athuga með þetta og oft vísa þeir áfram til geðlækna. Einnig er hægt að leita beint til geðlækna. Það er líka möguleiki að fá viðtal á Barna og unglingageðdeild á Dalbraut, þ.e. fá viðtal á göngudeild.

Það er þannig að þegar maður er undir lögaldri ber þeim sem þú myndir tala við skylda til að láta foreldra vita ef eitthvað er talið vera að. Ég myndi líka halda að það væri afar mikilvægt fyrir þig að tala við foreldra þína og fá jafnvel aðstoð til þess. Væri það möguleiki sem þú vildir skoða?

Það er mjög mikilvægt að ef maður er að kljást við svona vanlíðan að tala um það og fá aðstoð. Það er gott að þú skulir vera að kanna þetta og ég vil eindregið hvetja þig til að gefast ekki upp og halda áfram að leita leiða. Ef þú myndir vilja væri alveg sjálfsagt að vera í sambandi við okkur hér í Geðhjálp og við myndum mjög gjarnan aðstoða þig við að tala við foreldra þína og eins við að finna leiðir sem gætu nýst þér til að kljást við þína líðan.

Með kærri og kveðju og von um að heyra frá þér.
Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi Geðhjálp
s. 5701700 og 570 1706
netfang audur@gedhjalp.is