Buscapina 10 mg

Er staddur á Spáni og er slæmur í maganum .
Fékk lyf sem heitir Buscapina í apóteki áðan.
Skil ekkert í spænsku en hvaða lyf er þetta sem við þekkjum á íslensku?
Er þetta eitthvað sem vinnur á vindverkjum?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Buscapina er samsett verkjalyf sem inniheldur acetominopen, koffín og  pyrilamine maleate. Hér er um að ræða verkjalyf sem notað er við magakrampa, uppþembu, tíðaverkjum, bakverk og höfuðverk. Acetaminophen er verkjastillandi,  pyrilamine maleate er antihistamine og oft notað vegna ofnæmisáhrifa eða bólgusvara  og koffínið á að stuðla að hraðari upptöku hinna efnanna inn í blóðrásina.

Á Íslandi er ekki verið að nota verkjayf með antihistamini en Treo væri einna líkast þessu, hér er slóð sem þú getur smellt á til þess ða lesa þér nánar til um það. Verkjalyf af þessu tagi eru tiltölulega algeng í lausasölu víða í  Evrópu.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur