Spurning:
Eg hef undanfarna mánuði haft vandamál sem felst í því að ef ég fæ mér duglega í glas lendi ég á sjúkrahúsi vegna algjörrar þvagteppu sem lagast á 4-5 klst. Hver getur verið ástæðan? Kveðja
Svar:
Þegar svo háttar til, þá er yfirleitt um annað tveggja að ræða: blaðran orðin slöpp (skert samdráttarhæfni) eða fyrirstaðan í þvagrás of mikil (t.d. í blöðruhálskirtilsstækkun), nema hvort tveggja sé. Í annan stað getur áfengið gert samdrátt blöðrunnar minni og hún gjarnan yfirþanist við áfengisdrykkju og því mikilsvert að þú látir af þessari venju. Ennfremur er ráðlegt að þú farir til þvagfærasérfræðings til nánari skoðunar (ef þú hefur ekki þegar farið). Orsakir geta þó verið nokkuð misjafnar eftir aldri, en það kemur ekki fram hver aldur þinn er. Bestu kveðjur, Valur Þór Marteinsson, þvagfæralæknir