Spurning:
Hvað telst eðlilegt í þyngd og stærð unglingsdrengja? Ég er nokkuð áhyggjufull vegna sonar míns en hann er nú 13 1/2 en er bara 146 cm hár og 32 kg. Aðallega hef ég haft áhyggjur af honum þar sem hann er svo óskaplega grannur. Hann æfir íþróttir 3 sinnum í viku og er auk þess í leikfimi í skólanum. Hann er hins vegar ekki nægilega duglegur að borða og ,,nennir" því oft alls ekki. Getur þetta lystarleysi hindrað eðlilegan þroska hjá honum og hamlað vexti? Ætti ég að láta athuga hann hjá lækni? Mér þætti vænt um að fá einhver ráð því þetta er einnig svolítið mál fyrir hann. Kærar þakkir.
Svar:
Pilturinn þinn er mjög léttur fyrir aldur (-4,0 staðalfrávik) Það þarf að athuga þetta nánar, pantaðu tíma hjá barnalækni og taktu með allar vaxtarkúrvur. Þú getur fengið þær hjá skólahjúkrunarfræðingnum. Hann er einnig stuttur fyrir aldur (-2,5 staðalfrávik) en það skýrist líklega af því að hann er líklega seinn í kynþroska og léttur.
Kveðja,
Ragnar Bjarnason Dr med
Sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna- og unglinga