Byrja sein á blæðingum, alltaf á reglulegum

Ég átti að byrja á blæðingum fyrir 7 dögum og er ekki byrjuð á blæðingum. Síðustu fjóra mánuði er ég búin að vera á reglulegum blæðingum þar sem ég hætti á getnaðarvörn í enda október þar sem ég og maðurinn minn erum að reyna eignast barn. Tíðahringurinn minn er búin að vera 25 daga þessa mánuði og ekki vön að ég byrji seint á blæðingum og þær standa 4-6 daga. Ég tók þungunarpróf á þriðja deigi og það var neikvætt, á 7 deigi tók ég aftur þungunarpróf og það var líka neikvætt. Hvað er að valda því að óléttu prófið sé neikvætt ef ég er ekki byrjuð á blæðingum

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þó að þú fáir neikvætt þungunarpróf þarf það ekki endiega að þýða að þú sért ekki þunguð. Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að meðgönguhormónið (hCg) mælist ekki á prófinu. Ástæðan er yfirleitt sú að prófið er tekið of snemma. Einnig þarftu að passa að drekka ekki mikinn vökva áður en þú tekur prófið, það er svo að þvagið verði ekki úþynnt og til þess að styrkleikinn sem prófið mælir minnkar ekki. Lestu leiðbeiningarnar vel en stundum skiptir máli á hvaða tíma dags prófið er tekið. Styrkleiki hormónsins í þvagi er yfirleitt mestur fyrst á morgnanna svo yfirleitt er mælt með að prófin séu tekin þá. Ef þú heldur að þú sért þunguð en hefur fengið neikvætt þungunarpróf getur þú endurtekið prófið eftir viku.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur