Collagen

Er möguleiki á að neysla collagen hækki blóðþrýsting?

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Kollagen er prótein sem hefur marga eiginleika svo sem styrkir og byggir upp bein, liði, hár og neglur, sem og viðheldur heilbrigði og teygjanleika húðar, ásamt fleiru. Áhrif kollagens á þætti eins og blóðþrýsting og blóðsykur, eru ekki vel þekkt og þarfnast frekari rannsókna.

Ef þú ert óviss um inntöku þess, getur verið gagnlegt að bera það undir þinn lækni.

Kveðja

Rebekka Ásmundsdóttir

hjúkrunarfræðingur