Corona flensan

Hæ, nu langar mig að vita, er hægt að búa sig undir að verða veikur af þessari flensu? Vítamín? Og eins ef maður veikist hvað getur maður gert fyrir sjálfan sig og fjölskyldu? Veit að gott er að þvo hendur vel en er eitthvað annað?
Mér finnst vanta upplýsingar um hvernig maður hjálpar sér sjálfum.
Kveðja
Sæl

Veiran smitast með höndunu, snertingu og þess vegna er handþvottur lykilatriði í smitgát.

Að öðru leyti á það sama við um þessa veiru sem og aðra vírusa og flensur að taka inn Dvítamín,  borða hollt, fá nægan svefn og hreyfingu byggir upp ónæmiskerfið og stuðlar að því að það geti varist sýkingum.

Þessi veira hefur sömu einkenni og venjuleg flensa og því er ekkert sértstakt annað sem hægt er að undibúa nema að halda sig frá þeim sem eru með einkenni.

Þú getur nálgast frekari upplýsingar HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur