er fólk sem er á blóðþrýstingslyfjum í áhættu
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Já, það er talað um að einstaklingar sem eru með háþrýsting séu í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af COVID-19. Það sem skiptir mestu máli til að forðast smit er að þvo sér vel og oft um hendurnar með vatni og sápu í að lágmarki 20 sekúndur eða nota handspritt. Hér getur þú lesið þér meira til um COVID-19.
Gangi þér vel,
Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur