Covid 19

Hvað þýðir að vera „útsettur“ fyrir smiti?

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Þegar einstaklingur er útsettur fyrir smiti er líklegt að hann hafi verið í aðstæðum þar sem hætta er á mögulegri sýkingu. Til dæmis ef einstaklingur er grímulaus og innan meters fjarlægð í ákveðin tíma við smitaðan einstakling væri hann útsettur fyrir smiti. Sóttkví og smitgát eru notuð fyrir fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti. Hér eru nýjustu upplýsingar tengd sóttkví og smitgát https://www.covid.is/undirflokkar/sottkvi

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir

hjúkrunarfræðingur