Covid 19 veiran

Getur sótthreinsivatnið Aquaint sem 100% náttúrulegt og sagt ráða við 99,9% baktería á örfáum sekúndum ráðið við að eyða eða drepa Covid 19 veiruna.
Innihald AQUAINT er Hypochlorous sýra og drepur gerla og bakteríur að sögn Framleiðanda ( OPUS Innovations ) Fjölnota sótthreinsir og notað mikið á börn og barnavörur.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég hvet þig til þess að spyrja innflutningsaðila eða framleiðandann að þessu.

Almenna svarið er að sótthreinsiefni eins og handspritt innihalda yfirleitt 70% eða hærra hlutfall af etanóli sem er árangursríkt við að drepa veirur.

Flestar síkar vörur eru sagðar ráða við 99,9% gerla svo af því má ráða að þessi vara sem þú spyrð um sé líkleg til þess að ráða við COVID-19 veiruna

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur