D-vitamín

Hverjar eru afleiðingar of mikils D-vítamíns í líkamanum

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Sé tekið of mikið af D-vítamíni getur það leitt til aukinnar kalkupptöku úr meltingarveginum og jafnvel endurupptöku kalks úr beinum. Aukið kalkmagn í blóði getur haft í för með sér óeðlilegar kalkútfellingar í mjúkum vefjum, svo sem hjarta, lungum og nýrum, og dregið þannig úr starfsgetu þeirra. Helstu einkenni of mikils D-vítamíns eru vöðvaslappleiki, höfuðverkur, lystarstol, pirringur, hægðartregða, ógleði, uppköst og beinverkir. Of mikið D-vítamín hjá barnshafandi konum getur valdið skertum andlegum og líkamlegum þroska barna. Læt fylgja með grein á ensku sem fer vel yfir efnið.

 

https://www.medicalnewstoday.com/articles/322602.php

Gangi þér/ykkur vel,

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.