D vitamin óþol?

Góðan dag. Spurning mín er hvort hægt er að vera með óþol/ofnæmi fyrir D vitamíni ? Ég get ekki tekið lýsi fæ slæma magaverk af því.(sama á við um inntöku hverskonar olíu) Marg búin að reyna. Mér er sagt að ég hafi ekki þolað lýsi þegar ég var smábarn kastaði því jafnharðan upp. Ég hef á fullorðinsárum af og til tekið D vítamín í töflu kúr en alltaf hætt því mér finnst D-vít. töflur ekki fara vel í mig..valda mér e.h.k. vanlíðan og ég verð afar þreytt. Fyrstu árin var ég að rengja mig varðandi þessi einkenni..þetta er jú vítamínin sem flesta Íslendinga vantar.
En nú er eg búin að sannreyna þetta..er að taka inn stóra skammta af B-vít. og steinefnablöndu, (skv.læknisráði) ég bætti D-vítamíninu inn (töflum ekki belgjum) ég fékk þá fljótlega þessi gömlu einkenni, prófaði þá að sleppa D og eftir 2 daga hurfu þessi óþols einkenni.
Eigið þið e.h. sennilega skýringu á þessu handa mér???

‐———
Ég vil nota tækifærið og þakka greinagott og afar hjálplegt svar við fyrirspurn minni hér á vefnum fyrir nokkrum vikum.

Með bestu kveðju

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Hljómar eins og þú gætir verið með ofnæmi eða óþol fyrir einhverju af innihaldsefnum D-vítamíns. Myndi ráðleggja þér að leita til ofnæmislæknis til þess að fá rannsóknir og staðfestingu á hverju þú ert að bregðast svona við.

Gangi þér vel með framhaldið,

Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur