Eitthvað sem stundur plagar „dökkhærða,“ er mér sagt af lækni og virðist lítið við þessu að gera.
Ég er komin með fáeinar dældir einhv. konar holur á andlitshúð minni og dekkri húðlit á því húðsvæði sem dældin er (ummál ca. eins og fingrafar). Ég er komin vel á miðjan aldur og ekkert víst að þetta haldi áfram.
Mér þætti vænt um útfrá þessum upplýsingum mínum að vita eitthvað meira …….!
Takk
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Blettir á andliti geta verið af ýmsum toga en algengt er að þeir hlutar líkamans sem eru hvað mest berskjaldaðir fyrir umhverfinu og sól geti þróað með sér einhverskonar útlitsbreytingar. Um getur verið að ræða bletti af völdum sólar, aldurs, hormónabreytinga, bólgubreytinga o.fl.
Meðferðin við blettum á andliti fer eftir því hver orsakavaldurinn er og því mikilvægt að greina úr um það ef hefja á einhverskonar meðferð.
Nú er erfitt að segja til um hverskyns bletti er að ræða án þess að geta skoðað þá og fengið nánari heilsufarssögu hjá þér. Best væri því að leita til heimilislæknis, húðsjúkdómalæknis eða annarra sérfræðinga í húð og hjúðsjúkdómum, til að fá nákvæmari svör og leiðbeiningar um hvort og þá hvaða meðferðir gætu gagnast þér.
Kær kveðja,
Erla Guðlaug, Hjúkrunarfræðingur