Detruesitol Retard grænir belgir

Hvenær eru þeim ávísað og hvernig virka það lyf
Með fyrirfram þakklæti fyri svarið

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Detrusitol Retard er notað til meðferðar við einkennum ofvirkrar þvagblöðru (overactive bladder syndrome). Ef þú ert með ofvirka þvagblöðru, þ.e. finnist þér þú ekki geta stjórnað þvagláti og hafir skyndilega þvaglátsþörf án nokkurs fyrirboða, og/eða hafir tíð þvaglát.

Tólteródín, virka efnið í Detrusitol Retard, hefur áhrif á vöðvasamdrátt í þvagblöðru. Það vinnur á móti asetýlkólíni en það er taugaboðefni sem veldur samdrætti í vöðvum blöðrunnar og verkar því gegn bráðum þvaglátum, tíðum þvaglátum og þvagmissi. Áhrif tólteródíns eru samt að mestu bundin við vöðva þvagblöðrunnar. Einstaklingar með þvagtregðu eiga alls ekki að taka Detrusitol því þá eiga þeir á hættu að yfirfylla þvagblöðruna. Detrusitol hefur líka reynst vel fyrir þá sem eiga það til að missa þvag á næturnar og þurfa þvagþjálfun.

Gangi þér vel

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur