Dexametason

Við hverju er lyfir dexametason notað?

Góðan dag,

Til er bæði Dexamethasone Abcur og Dexamethasone Krka.  Dexamethasone Abcur  er barksteri og ábendingar við notkun eru m.a. , heilabjúgur, aukinn innankúpuþrýstingur, við meðferð ýmissa krabbameina þar sem steraáhrif eru æskileg, fyrirbyggjandi vegna uppkasta af völdum krabbameinsmeðferðar. Dexamethasone krka er sykursteri en það dregur úr bólgu, verk og einkennum ofnæmisviðbragða og bælir ónæmiskerfið og er m.a. notað til meðferðar við gigtarsjúkdómum, sjálfsofnæmissjúkdómum, sjúkdómum í öndunarvegi, húð, sjúkdómum í blóði, heilabjúg , meðferð krabbameina.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á https://www.serlyfjaskra.is/?FirstLetter=D

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur