Diclocil og áfengi?

Spurning:
Má drekka vín ef ég tek inn Diclocil 500mg 1×3 á dag?

Svar:

Engin sérstök milliverkun er milli áfengis og díkloxacillíns sem er virka efnið í Diclocil. Segja má hins vegar að ef einhver er það veikur að hann þurfi að taka sýklalyf sé ástæða til að fara varlega í áfengisneyslu á meðan.Áfengisneysla í hófi er því í lagi meðan Diclocil er tekið inn.Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur