Doði í handajaðri og 2 fingrum

ég vaknaði með doða í handarjaðri og litla fingri og baugfingri á hægri hendi. Er mjög kallt á hendinni og sérstaklega á doðasvæðinu og er eins eftir 4 tíma frá því ég vaknaði – hvað getur þetta verið?

Sæll/l og takk fyrir fyrirspurnina

Algengasta ástæðan er þegar viðkomandi hefur legið of lengi á þeirri hlið sem er dofin og þannig lokað fyrir blóðflæði út í handlegginn.  Ef  þetta lagast ekki skaltu ráðfæra þig við heimilislækni.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur